3.632 eiga 750 milljarða

Skattframtöl ársins 2010 leiða í ljós að 3.632 framteljendur áttu meira en 100 milljónir hver og þessi hópur átti samanlagt 751,5 milljarða árið 2009. Fjölgað hafði í þessum hópi um 520 milli ára. Þetta kemur fram í Tíund, blaði ríkisskattstjóra.

Þá kemur einnig fram í Tíund að hátekjufólk hefur þegið atvinnuleysisbætur. Í fyrra fengu 323 einstaklingar sem voru með meira en tíu milljónir í laun, hlunnindi, lífeyri og greiðslur aðrar en fjármagnstekjur, greiddar atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun. Þetta fólk fékk rúmar 237 milljónir greiddar í bætur en var með tæpa 7,4 milljarða í tekjur. Atvinnuleysisbætur voru um 6,4% tekna þessa fólks. Í þessum hópi voru 290 með hærri tekjur árið sem þeir fengu bæturnar greiddar en árið áður.

Fimm þeirra sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur árið 2009 voru með meira en 40 milljónir í tekjur það ár. Þeir voru með tæpa 391 milljón í tekjur en þar af voru 4,7 milljónir í atvinnuleysisbætur, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka