Fagna umræðu um nám á ensku

Hvort sem fyrirlestrar eru á íslensku eða ensku er nauðsynlegt ...
Hvort sem fyrirlestrar eru á íslensku eða ensku er nauðsynlegt að þeir séu áhugaverðir. mbl.is/Kristinn

Íslensk málnefnd hefur áhyggjur af mikilli notkun ensku í háskólastarfi hér á landi og segir m.a. að haldi þessi þróun áfram blasi við að verulega muni þá þrengt að íslenskri tungu í háskólasamfélaginu á Íslandi. Rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík fagna því að rætt sé um málið.

Í nýlegri ályktun málnefndar segir að í mörgum háskólagreinum sé mikill meirihluti námsefnis á ensku og svo hafi reyndar verið um langa hríð. Á síðustu árum hafi hlutur ensku farið mjög vaxandi og jafnframt dregið úr notkun námsefnis á öðrum tungumálum. Nú sé svo komið að um og yfir 90 af hundraði alls námsefnis í háskólum á Íslandi sé á ensku. 

Þá segir í ályktun málnefndar að mjög hafi færst í vöxt að kennsla og verkefnavinna fari fram á ensku, bæði í grunnnámi og framhaldsnámi.

Í ályktuninni kemur fram að skólaárið 2009-2010 voru 250 af 2.250 námskeið við HÍ á ensku eða ríflega 11 af hundraði. Af þeim voru 120 í grunnnámi. Við Háskólann í Reykjavík voru alls sautján námsbrautir þar sem kennt var alfarið á ensku, m.a. meistaranámsbrautir í verkfræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði og lýðheilsu. Við Háskólann á Akureyri er kennt á ensku í allmörgum námskeiðum í lögfræði og félagsvísindum og þar er líka verið boðið upp á meistaranám í tölvunarfræði á ensku. Nemendum Háskólans á Bifröst býðst BS-nám á íslensku og ensku. 

Geta sagt það sem þeir vilja á íslensku

Í ályktuninni er bent á að nemendur með erlent ríkisfang eru rétt um sex af hundraði allra nemenda. Einhverjir þeirra tali íslensku og sumir beinlínis stundi nám í íslensku. Málnefndin telur að þetta veki spurningar um hvenær eðlilegt sé að leggja íslensku til hliðar og nota ensku sem vinnumál. „Ekki má gleyma því að á móðurmálinu getur málnotandinn sagt það sem hann vill en á erlendu máli segir hann aðeins það sem hann getur sagt,“ segir í ályktuninni.

Ályktunin fylgir með neðar í fréttinni.

 Fagna umræðunni

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segist fagna ályktun íslenskrar málnefndar þar sem kennsla á ensku í háskólum sé gerð að umtalsefni. Hún telur ekki að í HÍ sé of mikil áhersla lögð á kennslu á ensku en mikilvægt sé að ræða um stöðu íslenskrar tungu í háskólum.

Í HÍ er ekki kennt á ensku þegar kennari og allir nemendur eru íslenskumælandi.

Kristín segir að íslenska sé að sjálfsögðu tungumál skólans og sé notuð í langflestum tilfellum. Tiltekin meistaranámskeið séu alfarið kennd á ensku en engin námslína í grunnnámi sé kennd eingöngu á ensku. Í jarðvísindum geti erlendir nemendur hins vegar sótt nám í einn vetur þar sem kennt er á ensku.

„Auðvitað er íslenska tungumál skólans en hins vegar er það líka svo að það er ekki hjá því komist í umhverfi sem er alþjóðlegt að sumt sem ritað er sé á ensku og að stundum sé nauðsynlegt að grípa til enskrar tungu í kennslu,“ segir hún.

Oftast sé kennt á íslensku þótt erlendir nemar séu í kennslustundum. Stundum hafi kennarar, í samráði við nemendur, skipt yfir í ensku þegar erlendir nemendur eru í hópnum. Um þetta gildi ekki fastmótaðar reglur. Þá sé mjög algengt að erlendir nemar leggi sig eftir því að læra íslensku. Kristín segir ekkert í tillögum íslenskrar málnefndar stangast á við það sem nú sé stundað í Háskóla Íslands.

 Grunnám þarf ekki öllu jöfnu að vera á íslensku

 Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, fagnar einnig umræðu um stöðu íslensku í háskólasamfélaginu. Hann telur ekki að í HR sé of mikil áhersla lögð á kennslu á ensku en mikilvægt sé að ræða um stöðu íslenskrar tungu í háskólum.

Ari Kristinn segir sjálfsagt að háskólar marki sér málstefnu. Háskólar hafi skyldum að gegna við íslenskuna og enginn hafi áhuga á að ýta henni til hliðar. Hann minnir  að uppbygging háskólastarfs hér á landi styrki íslenskuna. „Hinn valkosturinn hefur verið að sækja nám og störf erlendis og þar er auðvitað ekkert á íslensku.“ Um leið verði að hafa í huga að markmið háskólastarfs sé að veita góða menntun. „Og það er ekki gert nema í alþjóðlegu samfélagi, með því að fá þá bestu til að kenna, vera í samstarfi við þá bestu og með því að bera okkar rannsóknir og niðurstöður við það sem est gerist.“

Með því að birta rannsóknir og fræðigreinar á ensku þurfi að standast alþjóðleg viðmið og gæðakröfur. Jafnframt verði að leggja áherslu á að fræðimenn kynni sínar niðurstöður fyrir Íslendingum á íslensku, s.s. með fyrirlestrum.

Málnefndin leggur m.a. til að grunnám verði að öllu jöfnu á íslensku. Ari er ósammála þeirri tillögu. Hann bendir á að fengur sé að erlendum kennurum og að nemendur í grunnnámi eigi líka að njóta þess að sterkir erlendir fræðimenn komi í skemmri eða lengri tíma til að kenna hér. Þá væru ýmis tækifæri fólgin í því að laða erlenda nemendur til Íslands. „Við megum hvorki tapa íslenskunni né gæðum háskólastarfsins.“


Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.
Ari Kristinn Jónsson.
Ari Kristinn Jónsson. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjarlægja þarf olíu í Skerjafirði

05:30 Nauðsynlegt getur reynst að fara í umfangsmikla hreinsun áður en ný íbúðarbyggð rís við Skerjafjörð. Vitað er að mikil olíumengun er í jarðvegi þar sem athafnasvæði Skeljungs var á árum áður. Meira »

Háar dagsektir vegna rafvagna

05:30 Strætó bs. reiknar 50 þúsund króna sektir á vagn á kínverska rafbílaframleiðandann Yutong Eurobus fyrir hvern dag sem afhending strætisvagna frá fyrirtækinu dregst. Meira »

Alls óákveðið hjá ASÍ

05:30 Þau fjórtán aðildarfélög BHM sem gengu frá endurnýjun kjarasamninga við samninganefnd ríkisins á dögunum hafa nú samþykkt samningana. Meira »

Girt fyrir lán gegn veðum í eigin bréfum

05:30 Bönkum hefur verið óheimilt að lána gegn veði í eigin hlutabréfum frá árinu 2010. Hið sama gildir um aðra samninga sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf þeirra. Meira »

Sveitarfélög ráði fjölda fulltrúa

05:30 „Við teljum að sveitarfélögin eigi að ákveða sjálf fjölda fulltrúa í sveitarstjórn,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Meira »

Lítið næði til loðnuveiða

05:30 Íslensk, færeysk og grænlenskt loðnuskip voru í gær að veiðum út af Vík, en lítið næði hefur verið til veiða þar vegna veðurs síðan á sunnudag og veðurútlit er ekki gott í vikunni. Meira »

Föst í sjö mánuði í Kvennaathvarfinu

Í gær, 22:57 Maaria Pïvinen frá Finnlandi hefur neyðst til að dvelja í Kvennahvarfinu í tæpa sjö mánuði vegna þess að forræðisdeila hennar við íslenskan barnsföður hefur dregist á langinn. Meira »

Ljósabekkjum fækkar stöðugt

05:30 Ljósabekkjum hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum, samkvæmt talningu sem Geislavarnir ríkisins stóðu fyrir.  Meira »

„Risavaxnir“ almannahagsmunir

Í gær, 22:44 „Ég er hjartanlega sammála hæstvirtum þingmanni um að um þetta eigi að ríkja eins mikið gagnsæi og mögulegt er því að hér er um risavaxna almannahagsmuni að ræða,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag um söluna á hlut ríkisins í Arion banka. Meira »

Herbergjum á lungnadeild lokað

Í gær, 22:05 Í eftirlitsheimsókn starfsmanna Vinnueftirlitsins á lungnadeild A6 í Landspítalanum að Fossvogi þann 29. janúar fundust meðal annars rakaskemmdir og megn fúkkalykt í vaktherbergi merktu 618 og lyfjaherbergi nr. 626. Fyrir vikið var öll vinna bönnuð í herbergjunum þar til búið er að gera þar úrbætur. Meira »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »
Heimavík
...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...