Kostnaður 50 milljarðar

Lee Buchheit, formaður íslensku samninganefndarinnar, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, …
Lee Buchheit, formaður íslensku samninganefndarinnar, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, á fundinum í Iðnó. mbl.is/Kristinn

Það er mat Icesave-samninganefndarinnar að kostnaður sem ætla má að falli vegna samningsins verði innan við 50 milljarðar kr. eða 3% af landsframleiðslu. Niðurstaðan felur í sér að það verði eingöngu vaxtarkostnaður sem falli á ríkissjóð.

Til greiðslu í byrjun næsta árs kæmu uppsafnaðir vextir alls 26 milljarðar, þar af sex milljarðar úr ríkissjóði. En greiðslur yrðu um 17 milljarðar á næsta ári og færu hratt lækkandi árin þar á eftir. Greiðslum yrði að fullu lokið árið 2016, að mati samninganefndarinnar. 

Þetta kemur fram í gögnum sem hefur verið dreift á kynningarfundinum.

Við áætlunina er  byggt á mati Skilanefndar Landsbankans á heimtum á eignum þrotabúsins, horfum á greiðslum til kröfuhafa eins og þær eru metnar af slitastjórn bankans, og reikniforsendum Seðlabanka Íslands varðandi þróun á gengi gjaldmiðla. 

„Samninganefndin hefur áætlað kostnað sem ætla má að falli á Ísland við framkvæmd samninganna. Við áætlunina er  byggt á mati Skilanefndar Landsbankans á heimtum á eignum þrotabúsins, horfum á greiðslum til kröfuhafa eins og þær eru metnar af slitastjórn bankans, og reikniforsendum Seðlabanka Íslands varðandi þróun á gengi gjaldmiðla.

Niðurstaða matsins er að sá kostnaður sem falli á ríkissjóð verði innan við 50 milljarðar króna, eða rúm 3% af landsframleiðslu. Er þá tekið tillit til þess að búið væri að ráðstafa um 20 milljörðum króna af núverandi eigum TIF upp í skuldbindingarnar.

Framangreind niðurstaða felur í sér að það verði eingöngu vaxtakostnaður sem falli á ríkissjóð. Til greiðslu í byrjun næsta árs kæmu uppsafnaðir vextir, alls 26 milljarðar, þar af 6 milljarðar úr ríkissjóði, en greiðslur yrðu um 17 milljarðar á næsta ári og færu hratt lækkandi árin þar á eftir. Greiðslum yrði að fullu lokið 2016. 

Miðað við núverandi forsendur um heimtur eigna þrotabúsins hefði kostnaður við fyrri samning numið yfir 180 milljörðum króna (um 162 milljarðar að teknu tilliti til eigna TIF). Margt gerir að verkum að kostnaður fer lækkandi, þar skipta mestu lægri vextir  (vextir hafa haldist lágir á alþjóðamörkuðum) og styrking á gengi íslensku krónunnar frá því að kröfulýsingarfrestur í þrotabú Landsbankans rann út í apríl 2009, en kröfufjárhæðir eru miðaðar við gengi krónunnar á þeim tíma. Kostnaður svarar því til vel innan við þriðjung af fyrra kostnaðarmati,“ segir í samantekt samninganefndar á niðurstöðum viðræðna við bresk og hollensk stjórnvöld vegna Icesave.


Segir að m.a að ábyrgð ríkisins sé takmörkuð eins og kostur er og í raun eingöngu bundin við (a) samtímagreiðslur vaxta fram til júní 2016 og (b) þann hluta sem ekki hafi verið innheimtur úr búi bankans að þeim tíma liðnum.

Hluti samninganefndarinnar í Iðnó í kvöld.
Hluti samninganefndarinnar í Iðnó í kvöld. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert