Dalamenn mótmæla niðurskurði í löggæslumálum

Hafin er undirskriftasöfnun til að mótmæla niðurskurði í löggæslumálum í Dalabyggð. Fram kemur hjá þeim sem standa að söfnuninni að búið sé að fella niður einu stöðu lögreglumanns í Dalabyggð. Búið er að sameina löggæsluumdæmi Dalasýslu og Borgarfjarðarhéraðs.

Þeir sem standa að undirskriftasöfnuninni „skora á innanríkisráðherra að koma í veg fyrir að löggæsla í Dalabyggð verði skert til mikilla muna, eins og fyrirhugað er að gera með því að fella niður EINA stöðugildi lögreglumanns í Dalabyggð.  Í ljósi gríðarlegrar aukningar á umferð í gegnum héraðið síðastliðin ár telja undirritaðir að verið sé að stefna öryggi íbúa svæðisins og þeirra sem fara þar um í hættu vegna þessa. Er það skoðun okkar að frekar þurfi að efla löggæslu í Dalabyggð og nærsveitum.“

Undirskriftasöfnunin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert