Telur söfnunina marklausa

Prófíll Teits á bloggsíðu hans.
Prófíll Teits á bloggsíðu hans.

Teitur Atlason bloggari kveðst undrast þau hörðu viðbrögð sem tilraunir hans með undirskriftarsöfnun gegn Icesave-samkomulaginu hafa vakið. Teitur segir ábyrgðina liggja hjá þeim sem standa að baki söfnuninni.

Söfnunin hefur farið fram á vefnum kjosum.is og hafa aðstandendur hans gefið út að tilraunir til að spilla söfnuninni verði kærðar til ríkislögreglustjóra.

Teitur auglýsti fyrr í vikunni að hann hefði skráð bullnöfn á vefinn, á borð við Bart Simpson, til að sýna fram á að undirskriftasöfnunin væri marklaus.

Hann telur engan grundvöll fyrir málsókn gegn sér vegna athæfisins.

„Annars held ég að útilokað sé að sakfella mig fyrir eitthvað.  Ef ég fer af stað með einhverja illa ígrundaða undirskriftasöfnun og einhver svindlar í henni, er virkilega komin grundvöllur til málsóknar fyrir mig gegn svindlaranum?  Það tel ég útlokað.  Í fyrsta lagi þá notaði ég ekki kennitölur neins til þess að svindla.  Ég notaði kennitölur sem að þetta forrit gaf upp.  Þær kennitölur sem ég notaði, tilheyra engum.  Nöfnin sem ég notaði tilheyra engum (nema alnöfnunum og nöfnum mínum Arasonum).  Allt tal um málsókn gegn mér er augljós moðreykur.“

Hann telur málið grátlegt.

„Mér finnst þetta mál vera pínulítið sorglegt. það er vaðið af stað í gegnum hugsjónaeldinn og rusla upp einhverri undirskriftasöfnun.  Siðan er barið sér á brjóst og hnefinn krepptur.  Ef þetta ágæta fólk sem stendur að þessari undirskrifa söfnun hefið bara DRULLAST til að gera þetta almennilega, þá hværi hugsnalega einhver vigt í þessu. (höfum í huga að sleifalagsháttur íslendinga er þjóðarmein).“

Bloggsíða Teits.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert