Minnka þarf óvissu í efnahagslífi

Gylfi Zoega
Gylfi Zoega

Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands lagði áherslu á mikilvægi hagvaxtar í því að koma íslensku hagkerfi aftur á lappirnar á fundi Viðskiptaráðs um Icesave. Hann sagði að ástæðurnar fyrir litlum hagvexti væru meðal annars þær að íslensk fyrirtæki hefðu mjög lítið eigið fé og hins vegar mikil óvissa. Í slíku umhverfi fari fjárfestingar ekki í fjárfestingar.

Hann sagði að svo virtist sem svo að íslensk stjórnmálastétt hafi lagt sig fram um að auka óvissu sem mest. Nefndi hann sem dæmi óvissuna sem útgerðarfyrirtæki stæðu nú frammi fyrir. Óvissa, sama af hvaða meiði hún er, sé mjög skaðleg fyrir fjárfestingu og hagvöxt. Metur Gylfi það sem svo að með því að samþykkja Icesave samninginn sé verið að minnka óvissu almennt. Það að hafna Icesave feli í sér afar mikla áhættu og það sé vel þess virði að taka á sig ákveðinn kostnað til að losna við þá áhættu og óvissu sem fælist í því að hafna samningnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert