Fær ekki bætur vegna Tempt

Tempt umbúðirnar umdeildu.
Tempt umbúðirnar umdeildu.

Íslenskur áfengisinnflytjandi fór bónleiður til búðar þegar hann höfðaði skaðabótamál og krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi, að ÁTVR bæri að greiða bætur fyrir að neita að selja danskt eplavín, Tempt Cider.

Stjórnendur ÁTVR neituðu að taka Tempt í reynslusölu á þeirri forsendu, að umbúðirnar væru of djarfar. Talsvert var fjallað um þetta í fjölmiðlum á sínum tíma og kom þá fram, að lögmaður ÁTVR taldi að skreytingu dósanna væri augljóslega ætlað að gera vöruna spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt. Kynferðisleg skírskotun blasi við og ekki væri þörf á að vera kaþólskari en páfinn til að sjá að slíkur undirtónn, hlaðinn slíkum gildum, samrýmist engan veginn áfengisstefnu íslenska stjórnvalda, hvaða skoðun sem menn annars kunni að hafa á berum kvenmannskroppum.

Innflytjandinn, HOB vín, höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem vísaði málinu frá. Sú niðurstaða var kærð til Hæstaréttar sem nú hefur staðfest úrskurðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert