Hringferð á átta sekúndum

Raxi pólfari með íslenska fánann og mynd af föður sínum, …
Raxi pólfari með íslenska fánann og mynd af föður sínum, sem hann lofaði að taka með á Norðurpólinn. mbl.is/RAX

„Þú hleypur hringinn í kringum jörðina á átta sekúndum á pólnum,“ segir Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem fór í gær á Norðurpólinn ásamt Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, og aðstoðarmanni hans, Laurent Mayet.

Raxi, sem er nú staddur á Svalbarða, telur að Rocard sé líklega elsti maðurinn sem hafi farið á Norðurpólinn, en Rocard er 80 ára gamall.  

„Þetta er eins og að fara á tunglið [...] Þetta er svo flott,“ segir Raxi og bætir við að margir sækist nú eftir því að heimsækja Norðurpólinn áður en hann hverfi.

Hann bendir á að Harry Bretaprins hafi nýverið heimsótt pólinn og breska ofurfyrirsætan Naomi Campell.

Raxi segir að þeir sem vilji heimsækja Norðurpólinn komi fyrst við í Barneo tjaldbúðunum, sem Rússinn Viktor Boyarsky stjórni. Þaðan sé svo flogið með fólk og getur fólk gengið mislangar vegalegndir að sjálfan pólinn. Búðirnar séu á svæðinu í um einn mánuð á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert