Fluttur með þyrlu á sjúkrahús

Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um kl. 19 í …
Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um kl. 19 í kvöld. Ljósmynd/Jóhann Kristjánsson

Ferðamaðurinn sem slasaðist í Reykjadal inn af Hveragerði í dag var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Maðurinn var þar á göngu og rann til á sleipum steini. Talið er að hann hafi fótbrotnað.

Um 1-2 klukkutíma ganga er að slysstað og yfir erfitt land að fara. Ákveðið var að kalla til þyrlu til að koma manninum sem fyrst undir læknishendur frekar en að senda björgunarsveitir gangandi eftir honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert