Hluti sólu myrkvaður

Deildarmyrkvinn séður frá Suðurnesjum í kvöld.
Deildarmyrkvinn séður frá Suðurnesjum í kvöld. vf.is/Hilmar Bragi

Deildarmyrkvi á sólu varð í kvöld og sást á nokkrum stöðum hér á landi, þar á meðal í Reykjanesbæ þar sem þessi mynd var tekin. Myrkvinn sást hins vegar ekki vel á höfuðborgarsvæðinu vegna skýja.

Myrkvinn hófst klukkan 21:14 og náði hámarki klukkan 22:01 og huldi tunglið þá um 46% af þvermáli sólar.

Við deildarmyrkva hylur tunglið sólina að hluta. Þeir eru nokkuð algengir og verða á nokkurra ára fresti. Síðast sást deildarmyrkvi á Íslandi árið 2008  og næsti almennilega deildarmyrkvinn verður árið 2015 og mun tunglið þá hylja meira en helming sólarinnar. Almyrkvi á sólu sást síðast á Íslandi árið 1954 og verður sá næsti 12. ágúst árið 2026. 

Myndskeiðið hér að neðan tók  Sævar Hansson í Hveragerði af upphafi myrkvans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert