Bankann vantar blóð

Blóðbankinn þarf um 70 blóðgjafa á dag.
Blóðbankinn þarf um 70 blóðgjafa á dag. mbl.is/Ómar

Blóðbankinn hvetur blóðgjafa til að koma og gefa blóð en það vantar blóð í bankann, sérstaklega í O blóðflokkunum. Þetta kemur fram á vef Landspítalans.

Þar segir að móttaka blóðgjafa sé opin til klukkan 19 í kvöld.

Fram kemur á vef Blóðbankans að til að mæta þörfum samfélagsins, þurfi bankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Haft er samband við 8 -10.000 virka blóðgjafa á ári hverju og gefa þeir u. þ. b. 15.000 blóðgjafir.

Nánari upplýsingar um Blóðbankann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert