Eftirlit á reiðhjólum

Hulda Guðmundsdóttir og Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir lögreglumenn að spjalla við …
Hulda Guðmundsdóttir og Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir lögreglumenn að spjalla við krakka úr sumarskóla Hjallastefnunnar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan nýtir reiðhjól við eftirlitsstörf í sumar og ræddu þær Hulda Guðmundsdóttir og Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við krakka í sumarskóla Hjallstefnunnar á Austurvelli í dag.

 Markmiðið með reiðhjólaeftirlitinu er að auka sýnilega löggæslu í miðborginni þar sem fjölga á götum sem lokaðar verða fyrir bílaumferð. Reiðhjólin eru þægileg til eftirlits komast auðveldlega um í miðborginni. 

Umferð um hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mikið og hefur lögreglan aukið eftirlit á þeim. Til að mynda eru margir sem hjóla meðfram ströndinni í Nauthólsvík á góðviðrisdögum.

mbl.is