„Kjarasamningurinn var kolfelldur“

mbl.is/Ómar

Nýgerður kjarasamningur skipstjórnarmanna á skipum Eimskipa og Samskipa var felldur í atkvæðagreiðslu Félags skipstjórnarmanna. Þetta staðfesti Guðjón Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við mbl.is.

„Kjarasamningurinn var kolfelldur,“ segir Guðjón Ármann um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Hann gat ekki gefið nákvæmari upplýsingar um atkvæðafjölda né kjörsókn en sagði að samningurinn hefði verið felldur með meira en 90% atkvæða.

Að sögn Guðjóns Ármanns eru skipstjórnarmenn óánægðir með launakjör í nýgerðum samningi. Samið var í sumarbyrjun og stóð rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn yfir í rúman mánuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert