Flugmenn FÍ fella kjarasamning

mbl.is/Friðrik

Nýgerður kjarasamningur flugmanna við Flugfélag Íslands var felldur í atkvæðagreiðslu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA).

Skrifað var undir samninginn þann 7. júlí síðastliðinn og hófst rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn á miðnætti 12. júlí og stóð yfir í viku. Sáttafundur hjá ríkissáttasemjara hefur verið boðaður kl. 9 á fimmtudag.

Sáttafundur fulltrúa FÍA og Icelandair stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara en fundurinn hófst að nýju kl. 11 í morgun eftir að honum hafði verið frestað kl. 1 í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert