441 plankaði

Mosfellingar planka á Miðbæjartorginu í kvöld.
Mosfellingar planka á Miðbæjartorginu í kvöld. mbl.is/Eggert

Mosfellingar telja sig hafa sett Íslandsmet í planki í kvöld þegar bæjarhátíðin Í túninu heima var sett á Miðbæjartorgi í kvöld. Alls tók 441 þátt í þessari nýstárlegu íþróttagrein.

Gamla metið áttu Strandamenn en á Hamingjudögum á Hólmavík í sumar tóku 212 manns þátt í hópplanki á Hólmavík. 

Hátíð Mosfellinga er haldin í sjöunda sinn um helgina.

Dagskrá bæjarhátíðar Mosfellinga

Bæjarhátíð Mosfellinga var sett í kvöld.
Bæjarhátíð Mosfellinga var sett í kvöld. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert