Borgarísjakar út af Vestfjörðum

Borgarísjakar hafa sést út af Vestfjörðum. Myndin er úr safni.
Borgarísjakar hafa sést út af Vestfjörðum. Myndin er úr safni. mbl.is/Una

Vaktstöð siglinga hefur fengið tilkynningar um tvo borgarísjaka, annan nálægt siglingaleið við Vestfirði. Vaktstöðin hefur sent út viðvörun til skipa.

Stór ísjaki sást í gær um 17 mílur norðvestur af Straumnesi og í dag sást annar lengra út af Vestfjörðum, eða um 115 mílur beint vestur af Hænuvík.

Jakarnir eru það stórir að þeir sjást vel á ratsjám skipa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert