Stórkostlegt gáleysi

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Héraðsdómur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða 18 ára gömlum pilti 31 milljón í bætur vegna örorku, sem hann hlaut  11 ára gamall. Taldi fjölskipaður héraðsdómur að starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem olli piltinum bótaskyldu líkamstjóni.

Drengurinn var lagður inn á sjúkrahúsið árið 2004 með mjög slæma sýkingu í kvið. Matsmenn, sem kvaddir voru til í málinu, sögðu að meðferð drengsins hafi ekki verið fullnægjandi í hvívetna en um hefði verið að ræða óvenju flókið og erfitt sjúkratilfelli.

Afleiðingin varð sú, að drengurinn lenti m.a. í hjartastoppi og var honum haldið sofandi í öndunarvél í 5 sólarhringa eftir það. Þegar drengurinn vaknaði var ljóst að hann hafði hlotið verulegan heilaskaða. Hann er með skerta heyrn og sjón, nær enginn tjáskipti við umhverfið, verulega spastískur og bundinn við hjólastól. Varanleg örorka hans er metin 100%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert