Ísland endaði í 21. sæti

Íslenska landsliðið í brids endaði í 21. sæti í  sveitakeppni, sem fór fram í tengslum við heimsmeistaramótið í brids í Hollandi. Alls tók 151 lið þátt í keppninni en átta efstu komust áfram í úrslit.

Þá er úrslitaleikurinn um Bermúdaskálina hafinn og þar eigast við Hollendingar, sem slógu Ísland út úr átta liða úrslitum keppninnar, og B-sveit Bandaríkjanna. eftir 27 spil af alls 128 í úrslitaleiknum hafa Bandaríkjamenn 12 stiga forskot, 70:58. Leiknum lýkur á laugardag.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka