Hagsmunir þjóðar mikilvægir

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.

„Ráðherrann á að fara eftir lögum og hann telur sig vera að gera það. Ef meirihluti þingmanna telur að lögin séu ómöguleg, þá eigum við að breyta þeim,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, og vísar til afgreiðslu Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, á umsókn félags Huangs Nubos um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum.

Segir Oddný mikilvægt að horfa til hagsmuna Íslendinga í þessu máli. Að sögn eru hagsmunirnir einkum þeir að viðskiptahugmyndin sem slík nái fram að ganga en hún þarf ekki endilega að byggjast á því að einkahlutafélagið eignist landið.

„Auðvitað eigum við að nálgast þetta hlutafélag og forsvarsmenn þess og reyna að finna flöt á því að viðskiptahugmyndin geti gengið áfram,“ segir Oddný. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert