Með sama sniði og fyrr

Barnakór Bústaðakirkju lætur til sín taka á aðventuhátíð sl. sunnudag.
Barnakór Bústaðakirkju lætur til sín taka á aðventuhátíð sl. sunnudag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gísli Jónasson, sóknarprestur og prófastur, segir skýrt að heimsóknir skólabarna í Reykjavík í kirkjur borgarinnar á aðventunni geti verið með sama sniði og undanfarin ár eftir að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sendi bréf til skólastjórnenda í dag. „Það er búið að eyða þessari óvissu en það eru aðrir hlutir sem við erum ekki sáttir við,“ segir hann.

Gísli er sóknarprestur í Breiðholtskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Í Kastljósi RÚV í kvöld greindi Gísli frá því að Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, hefði í dag sent skólastjórum í grunn- og leikskólum borgarinnar bréf vegna umræðu um heimsóknir skólabarna í kirkjur á aðventunni. Gísli segir að bréfið eyði óvissunni og að ljóst sé að heimsóknirnar geti verið með sama hætti og undanfarin ár.

Ekki krafin um að biðja bænir

„Ég má signa mig og fara með Faðir vorið í skólaheimsókn en ég má ekki krefja börnin um að þau taki undir með mér. Eins og ég hafi einhvern tíma gert það,“ segir Gísli. Prestar gætu t.d. sagt að nú gætu þau sem vildu farið með Faðir vorið. „Börn hafa líka mannréttindi og það er ekki mjög eðlilegt ef barn, eins og mörg dæmi eru um, kemur í skólaheimsókn í kirkjuna sína, þar sem það signir sig og biður bænir, ef það ætti að banna því að biðja bænir,“ segir hann.

Gísli segir að margir skólastjórnendur hafi verið óvissir um hvað reglur um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila borgarinnar við trúar- og lífsskoðunarfélög fælu í sér. Þeir hefðu sumir jafnvel talið að það væri bannað að fara með nemendur í kirkju og að allt bænahald væri bannað í kirkjunni og jafnvel sálmasöngur einnig. Umræðan hafi farið á flug og stundum frekar miðað við upphaflegar tillögur mannréttindaráðs en ekki þær reglur sem borgarráð samþykkti.

Kórinn starfar ekki lengur

En þó að þessari deilu, þ.e. um skólaheimsóknir, sé lokið að mati Gísla, gerir hann enn alvarlegar athugasemdir við samskiptareglurnar. Gagnrýni hans snýst einkum um tvennt, annars vegar bann við að dreifa Nýja testamentinu og hins vegar við að trúar- og lífsskoðunarfélög fái að nota skólahúsnæði á skólatíma.

Gísli bendir á að bannið við samnýtingu skólahúsnæðis hafi m.a. leitt til þess að starf barnakórs Breiðholtskirkju, þ.e. fyrir yngstu börnin, hafi lagst af. Æfingar hefðu verið haldnar í frístundaheimili en eftir að bannað var að nota það húsnæði hefðu ekki verið forsendur fyrir kórastarfinu. Þarna hafði barnakórinn æft til fjölda ára. „Börn sem vildu taka þátt fóru á æfingu, að sjálfsögðu með leyfi foreldra, það var ekki verið að valta yfir einn eða neinn,“ segir hann.

Ekkert í vegi fyrir helgileikjum

Bréf Ragnars Þorsteinssonar sem hann sendi til skólastjórnenda í dag fylgir hér:

Á aðventunni hafa skapast margvíslegar hefðir í skólastarfi í Reykjavík. Vegna nýrra reglna Reykjavíkurborgar um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila við trúar- og lífsskoðunarfélög hafa vaknað ýmsar spurningar hjá skólastjórnendum um hvernig haga megi samstarfi skóla og kirkju í aðdraganda jólanna. Til að bregðast við þeirri óvissu vill skóla- og frístundasvið koma eftirfarandi á framfæri:

Samkvæmt ofangreindum reglum eru heimsóknir nemenda grunnskóla heimilar í kirkjur í skólatíma undir handleiðslu kennara. Heimilt er að leyfa nemendum að fylgjast með athöfnum og kynnast helgisiðum en ekki má gera kröfu um að nemendur taki þátt í bænum eða öðrum helgisiðum. Sama á við um börn á frístundaheimilum og í leikskólum borgarinnar. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að sígildir söngvar, dansar, leikir og handíðir sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðum og frídögum þjóðarinnar haldi sessi sínum í árstíðarbundnum skemmtunum og starfi frístundaheimila, leik- og grunnskóla og þar á meðal séu jólasálmar og helgileikir tengdir jólum. Skóla- og frístundasvið telur ekkert því til fyrirstöðu að helgileikir sem nemendur hafa fengið að setja upp í kirkjum í borginni verði áfram settir þar upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

Í gær, 16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar á Sri Lanka óhultir

Í gær, 14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

Í gær, 14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

Í gær, 14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

Í gær, 14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

Í gær, 12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »
Bækur til sölu
Bækur til sölu Svartar Fjaðrir, 1919, Davíð Stefánsson, frumútg., Det Höje Nord ...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...