Með sama sniði og fyrr

Barnakór Bústaðakirkju lætur til sín taka á aðventuhátíð sl. sunnudag.
Barnakór Bústaðakirkju lætur til sín taka á aðventuhátíð sl. sunnudag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gísli Jónasson, sóknarprestur og prófastur, segir skýrt að heimsóknir skólabarna í Reykjavík í kirkjur borgarinnar á aðventunni geti verið með sama sniði og undanfarin ár eftir að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sendi bréf til skólastjórnenda í dag. „Það er búið að eyða þessari óvissu en það eru aðrir hlutir sem við erum ekki sáttir við,“ segir hann.

Gísli er sóknarprestur í Breiðholtskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Í Kastljósi RÚV í kvöld greindi Gísli frá því að Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, hefði í dag sent skólastjórum í grunn- og leikskólum borgarinnar bréf vegna umræðu um heimsóknir skólabarna í kirkjur á aðventunni. Gísli segir að bréfið eyði óvissunni og að ljóst sé að heimsóknirnar geti verið með sama hætti og undanfarin ár.

Ekki krafin um að biðja bænir

„Ég má signa mig og fara með Faðir vorið í skólaheimsókn en ég má ekki krefja börnin um að þau taki undir með mér. Eins og ég hafi einhvern tíma gert það,“ segir Gísli. Prestar gætu t.d. sagt að nú gætu þau sem vildu farið með Faðir vorið. „Börn hafa líka mannréttindi og það er ekki mjög eðlilegt ef barn, eins og mörg dæmi eru um, kemur í skólaheimsókn í kirkjuna sína, þar sem það signir sig og biður bænir, ef það ætti að banna því að biðja bænir,“ segir hann.

Gísli segir að margir skólastjórnendur hafi verið óvissir um hvað reglur um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila borgarinnar við trúar- og lífsskoðunarfélög fælu í sér. Þeir hefðu sumir jafnvel talið að það væri bannað að fara með nemendur í kirkju og að allt bænahald væri bannað í kirkjunni og jafnvel sálmasöngur einnig. Umræðan hafi farið á flug og stundum frekar miðað við upphaflegar tillögur mannréttindaráðs en ekki þær reglur sem borgarráð samþykkti.

Kórinn starfar ekki lengur

En þó að þessari deilu, þ.e. um skólaheimsóknir, sé lokið að mati Gísla, gerir hann enn alvarlegar athugasemdir við samskiptareglurnar. Gagnrýni hans snýst einkum um tvennt, annars vegar bann við að dreifa Nýja testamentinu og hins vegar við að trúar- og lífsskoðunarfélög fái að nota skólahúsnæði á skólatíma.

Gísli bendir á að bannið við samnýtingu skólahúsnæðis hafi m.a. leitt til þess að starf barnakórs Breiðholtskirkju, þ.e. fyrir yngstu börnin, hafi lagst af. Æfingar hefðu verið haldnar í frístundaheimili en eftir að bannað var að nota það húsnæði hefðu ekki verið forsendur fyrir kórastarfinu. Þarna hafði barnakórinn æft til fjölda ára. „Börn sem vildu taka þátt fóru á æfingu, að sjálfsögðu með leyfi foreldra, það var ekki verið að valta yfir einn eða neinn,“ segir hann.

Ekkert í vegi fyrir helgileikjum

Bréf Ragnars Þorsteinssonar sem hann sendi til skólastjórnenda í dag fylgir hér:

Á aðventunni hafa skapast margvíslegar hefðir í skólastarfi í Reykjavík. Vegna nýrra reglna Reykjavíkurborgar um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila við trúar- og lífsskoðunarfélög hafa vaknað ýmsar spurningar hjá skólastjórnendum um hvernig haga megi samstarfi skóla og kirkju í aðdraganda jólanna. Til að bregðast við þeirri óvissu vill skóla- og frístundasvið koma eftirfarandi á framfæri:

Samkvæmt ofangreindum reglum eru heimsóknir nemenda grunnskóla heimilar í kirkjur í skólatíma undir handleiðslu kennara. Heimilt er að leyfa nemendum að fylgjast með athöfnum og kynnast helgisiðum en ekki má gera kröfu um að nemendur taki þátt í bænum eða öðrum helgisiðum. Sama á við um börn á frístundaheimilum og í leikskólum borgarinnar. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að sígildir söngvar, dansar, leikir og handíðir sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðum og frídögum þjóðarinnar haldi sessi sínum í árstíðarbundnum skemmtunum og starfi frístundaheimila, leik- og grunnskóla og þar á meðal séu jólasálmar og helgileikir tengdir jólum. Skóla- og frístundasvið telur ekkert því til fyrirstöðu að helgileikir sem nemendur hafa fengið að setja upp í kirkjum í borginni verði áfram settir þar upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Grunur um íkveikju í Stardal

19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Heimilt að leggja 76% toll á franskar

16:01 Ríkinu var heimilt að leggja á 76% verðtoll á innfluttar franskar kartöflur ár árunum 2010-2014. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar, en fyrirtækin Innnes og Hagar töldu gjaldtöku tollsins vera í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Höfðu þau farið fram á endurgreiðslu gjaldanna fyrir tímabilið. Meira »

Áslaug flaug á raflínu og drapst

15:50 Heiðagæsin Áslaug, sem var ein fimm heiðagæsa sem fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí í sumar, er nú öll. Áslaug drapst er hún flaug á raflínu í Skotlandi, eftir að hafa unað sér vel á vetrastöðvum sínum í Bretlandi. Meira »

Funduðu um fyrstu daga þingsins

15:27 „Við vorum bara að fara yfir næstu viku og hvernig við leggjum af stað eftir helgina,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is en hann fundaði í dag með formönnum þingflokkanna. Þingið kemur saman á mánudaginn að loknum jólaleyfi. Meira »

Bjóða ferðamönnum nýsteiktar kleinur

14:55 „Rakst á þessa flottu stráka úti við Gróttu áðan. Keypti af þeim heitt kakó og glóðvolga kleinu sem þeir steiktu á staðnum. Þeir smíðuðu vagninn sjálfir. Náðu að sprengja krúttskala dagsins hjá mér og þeim túristum sem voru á staðnum,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir. Meira »

Lögreglan lokaði verslunum The Viking

13:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hefur lokað þremur verslunum The Viking að beiðni embættis tollstjóra.  Meira »

Auðveldar aðgengi íslenskra lækna að framhaldsmenntun í hjartalækningum

15:14 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, og Frieder Braunschweig, yfirlæknir á sviði hjartalækninga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð, undirrituðu í dag samkomulag um víðtækt samstarf. Meira »

Miðflokkurinn undirbýr framboð

14:10 Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis var formlega stofnað í Glersalnum í Kópavogi í gærkvöldi. Gestir fundarins voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Meira »

Ekki leyfa börnum að flýja óttann

13:06 „Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreitinu og uppgötva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ segir Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands sem hélt í dag erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna undir yfirskriftinni Er þetta ekki bara frekja? Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirliggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLI...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...