Fá ekki að fella tré í Öskjuhlíð

Öskjuhlíð.
Öskjuhlíð. mbl.is/RAX

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur ákvað á fundi í dag, að verða ekki við beiðni Isavia ohf. um að fella tré í Öskjuhlíð. 

Þetta kemur fram á vef Gísla Marteins Baldurssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í dag. Gísli Marteinn segir, að Isavia hafi viljað fella stóran hluta elsta skógarins í Öskjuhlíð.

Félagið sagði í erindi til Reykjavíkurborgar, að tré í Öskjuhlíðinni hafi hækkað svo mikið að þau skapi hættu fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki frá austur-vesturbraut vallarins. Því þurfi að lækka eða fella þau tré sem skagi hátt upp í svokallaðan hindranaflöt í Öskjuhlíð.

Á fundi umhverfis- og samgöngusviðs í dag lá fyrir umsögn frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur en þar segist félagið leggjast alfarið gegn þeirri umfangsmiklu trjáeyðingu sem í uppsiglingu sé í Öskjuhlíð. Það taki trjáplöntur hálfa öld að ná þeirri hæð sem trén í Öskjuhlíð hafi náð.

„Ég fagna því þess vegna mjög að umhverfis- og samgönguráð hafi sameinast um að afgreiða erindi Isavia með eftirfarandi hætti: „Eftir að hafa farið yfir þau gögn sem borist hafa getur Umhverfis- og samgönguráð ekki orðið við beiðni Isavia um fellingu trjáa í Öskjuhlíð.“ (Vinstri græn tóku að vísu ekki þátt í bókuninni og vildu fresta málinu)." segir Gísli Marteinn.

Vefur Gísla Marteins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert