Vantar fleiri jólagjafir

Mat og jólagjöfum verður úthlutað fyrir jól.
Mat og jólagjöfum verður úthlutað fyrir jól. mbl.is/Ómar

Um 600 fjölskyldur fengu aðstoð í fyrstu jólaaðstoðinni hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Eskihlíð. Fjölskylduhjálpin biðlar til fyrirtækja um að fá fleiri jólagjafir og sælgæti til að úthluta fyrir jól.

Fjölskyldurnar eru úr Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, frá Akranesi, Selfossi og Þorlákshöfn. Úthlutað var matvælum fyrir jólin, sælgæti, jólagjöfum og fatnaði.

Fram kemur í tilkynningu frá Fjölskylduhjálpinni að upphitað húsnæði frá Gámaþjónustunni kom sér vel og var húsið fullnýtt allan daginn.

Tíu  erlendir sjálfboðaliðar frá Seeds-samtökunum aðstoðuðu  veikburða fólk og eldri borgara með því að bera matarpokana út.  Munu þeir starfa hjá Fjölskylduhjálpinni alla virka daga fram að jólum. 

Síðustu úthlutanir fyrir jól verða í Eskihlíð í Reykjavík og Grófinni 10c í Reykjanesbæ 20. desember og lokaúthlutun í Eskihlíðinni 22. desember.

Fjölskylduhjálpin biðlar til fyrirtækja og sælgætisframleiðenda að fá fleiri jólagjafir og jólasælgæti til að úthluta í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert