Borgarafundur um verðtryggingu

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt er einn frummælenda á fundinum
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt er einn frummælenda á fundinum mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðtrygging fjárskuldbindinga var harðlega gagnrýnd á opnum borgarafundi í Háskólabíói í kvöld. Um 450 manns voru á fundinum. Fundurinn var hugsaður sem framhald borgarafunda sem haldnir voru í Reykjavík og á Akureyri frá haustinu 2008 til vorsins 2010.

Á fundinum sögðu frummælendur frá reynslu sinni af verðtryggingunni. Lýst var hvernig  verðtryggingin virkaði og bent á lausnir.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt var ein þeirra sem tóku til máls á fundinum. Hún hefur gagnrýnt verðtrygginguna og sagði í grein sem hún skrifaði um hana: „Ég á skuldugt heimili, gamlan bíl og aðrar nauðþurftir en ekkert umfram það. Ég á ekki lengur nóga peninga fyrir lánardrottna og kröfuhafa og fyrir það verður mér refsað. Ég ákvað nefnilega að láta hrægamma hrunsins á ofurlaunum ekki ganga fyrir grunnþörfum fjölskyldunnar eins og margir gera í dag. Líklega endar það á því að peningaöflin taka af mér heimilið, setja mig á götuna og jafnvel í skuldafangelsi, sem ég er reyndar þegar í.“

Karl Sigfússon verkfræðingur tók einnig til máls á fundinum en hann skrifaði grein í vetur undir fyrirsögninni „Ég er kúgaður millistéttarauli“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert