60 lítrar af landa fundust í heimahúsi

Bruggtunnur. Myndin er úr safni.
Bruggtunnur. Myndin er úr safni. mbl.is

Á miðvikudag fann lögreglan á Vestfjörðum við húsleit í heimahúsi ætlað ólöglega tilbúið áfengi og áhöld til gerðar slíks vökva. Einnig fundust við húsleitina áhöld til fíkniefnaneyslu.  Engin fíkniefni fundust þó við leitina. Lagt var hald á tæplega 60 lítra af hinu meinta ólöglega áfengi sem talið er hafa verið framleitt í umræddu húsi. Lögreglu grunar að áfengið hafi átt að seljast á norðanverðum Vestfjörðum.

Tveir ungir menn, íbúar hússins, voru handteknir og yfirheyrðir. Þeir hafa viðurkennt að hafa framleitt áfengið. Þeim hefur nú verið sleppt, enda telst rannsókn málsins á lokastigi.

Lögreglan hvetur alla þá sem búa yfir upplýsingum um meðhöndlun fíkniefna eða ólöglegs áfengis að gera lögreglu viðvart, annaðhvort í upplýsingasíma lögreglunnar á Vestfjörðum, 450 3731, eða í upplýsingasíma lögreglu, 800 5005. Einnig er hægt að koma slíkum upplýsingum á framfæri í tölvupósti, á netfangið info@rls.is. Fullri nafnleynd er heitið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert