Þarf að hlúa að unga fólkinu

MBL Sjónvarp ræðir á næstu vikum við frambjóðendur í biskupskjörinu sem fer fram í mars. Þannig gefst almenningi tækifæri til að kynnast þeim sem eru í framboði þótt kosningaréttur sé ekki almennur. Í dag er rætt við séra Sigurð Árna Þórðarson, prest í Neskirkju, um biskupsstólinn, kirkjuna, trúna o.fl.

Sigurður Árni segir mikilvægustu verkefni sem bíða nýs biskups felast í að hlúa að börnum og barnafjölskyldum auk þess að rækta það starf sem unnið er í söfnuðum víða um landið. Þá þurfi kirkjan og trúin að hafa sterkari rödd í almennri umræðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert