Kaupa tæknibúnað fyrir 2,2 milljarða króna

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. www.mats.is

Síðdegis í dag gekk Skaginn hf. á Akranesi frá einum stærsta samningi sem gerður hefur verið hér á landi um sölu á tæknibúnaði til fiskvinnslu. Frá þessu er greint á fréttavef Skessuhornsins. Um er að ræða samning við færeyska fyrirtækið Varðin-Pelagic um tæknibúnað í nýtt fiskiðjuver þess.

„Skaginn framleiðir hátæknibúnað í nýja fiskiðjuverið fyrir um 2,2 milljarða króna en ýmis önnur íslensk fyrirtæki, bæði á Akranesi og víðar, fá í sinn hlut hátt í 800 milljónir þannig að heildarvirði viðskiptanna nemur um þremur milljörðum króna. Þar af skrifa Færeyingarnir undir 600 milljóna króna samning við Kælismiðjuna Frost,“ segir í fréttinni. Fram kemur að Skaginn hf. hafi þegar hafið framleiðslu búnaðarins og bætt við sig starfsmönnum vegna verkefnisins. Mikil vinna komi einnig í hlut fleiri fyrirtækja á Akranesi og víðar vegna umfangs þess.

„Óhætt er að segja að glatt hafi verið á hjalla eftir að samningur þessi var í höfn enda er hann stór á allan mælikvarða, ekki einungis fyrir Skagann, heldur landið í heild. Vermæti þessa samnings fyrir þjóðarbúið jafngildir t.d. því að loðnukvóti Íslendinga hafi verið aukinn um 10%,“ segir ennfremur.

Frétt Skessuhorns

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Heimir Lárusson Fjeldsted: Glatt
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert