Upptökin nær höfuðborgarsvæðinu

Upptök jarðskjálftanna voru suðaustan við Helgafell.
Upptök jarðskjálftanna voru suðaustan við Helgafell.

Jarðskjálftarnir sem urðu í nótt áttu upptök aðeins utan við flekaskilin sem liggja um Kleifarvatn og til austurs. Upptökin eru því nær höfuðborgarsvæðinu. Þar er bergið lítið sprungið og þess vegna fundust skjálftarnir betur en oft áður. Þetta segir Páll Einarsson jarðskjálftafræðingur.

„Þessir skjálftar eru aðeins utan við venjulegu flekaskilin. Upptökin eru nær höfuðborgarsvæðinu heldur en vant er. Bylgjurnar frá þeim berast í gegnum minna sprungna jarðskorpu og þess vegna finnast þeir betur. Þeir deyfast ekki eins mikið eins og gerist þegar skjálftar eiga upptök sunnar eins og venjulega gerist,“ segir Páll.

Aðalskjálftasvæðið er sunnar. Það liggur um Kleifarvatn og til austurs yfir Lönguhlíðina og yfir í Heiðina há. Algengast er að skjálftar verði á þessu svæði. Páll segir að þar komið stærri skjálftar en komu í nótt. Það gerðist t.d. 1929 og 1968. Skjálftarnir í nótt eru á sprungu sem kennd er við Krísuvík. Sprungan liggur upp frá Kleifarvatni, um Sveifluháls, upp í gegnum Kaldársel og að Rauðavatni.

Páll segir ekkert benda til kvikuhreyfinga í tengslum við þessa skjálfta. Enginn kvikuórói hafi komið fram á mælum. „Þetta eru skjálftar sem stafa af spennulosun í jarðskorpunni og misgengishreyfingum.“

Páll segir enga leið að segja fyrir um hvort von sé að fleiri skjálftum nærri höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum.

Páll segir ósennilegt að skjálftarnir í nótt tengist niðurdælingu Orkuveitu Reykjavíkur. Niðurdælingin hafi valdið jarðskjálftum við Húsmúla og þar hafa orðið smáskjálftar síðustu daga.

Freysteinn Sigmundsson og Páll Einarsson skoða skjálftamæla. Myndin er úr …
Freysteinn Sigmundsson og Páll Einarsson skoða skjálftamæla. Myndin er úr myndasafni. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert