Gera Kony frægan

Joseph Kony.
Joseph Kony. AP

Hópurinn „Making Kony Famous Icelandic Style 2012“ hefur vakið talsverða athygli á Facebook í dag og í gær. Verið er að vekja athygli á Joseph Kony sem rænir ungum börnum í Úganda og gerir þau að kynlífsþrælum og hermönnum.

Á vimeo.com má sjá 30 mínútna myndband sem fjallar um Kony en herferðinni „Making Kony Famous“ hefur verið hrundið af stað og er markmið hennar að vekja athygli á voðaverkum Konys og stuðla að handtöku hans.

Á Facebook-síðunni er fólk hvatt til að hengja upp plaköt víða um land aðfaranótt 20. apríl til að fræða fólk um Kony.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert