Óveður og hálka á Holtavörðuheiði

Frá Holtavörðuheiði.
Frá Holtavörðuheiði. Árvakur/Ómar

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en hálkublettir á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði og fáeinum vegum í uppsveitum á Suðurlandi. 

Á Holtavörðuheiði er óveður og hálka. Eins er óveður á norðanverðu Snæfellsnesi.

Annars er verið að kanna færð á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi og fréttir þaðan eiga að berast fyrir klukkan hálf-átta. 

Á Austurlandi og Suðausturlandi eru vegir að heita má auðir.

Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Vegagerðarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert