Herjólfi siglt til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir fyrri ferð sína til Þorlákshafnar í dag. Ölduhæð í Landeyjahöfn hefur ekki lækkað eins og vonir stóðu til um og aðstæður í Landeyjahöfn enn erfiðar. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að sigla Herjólfi til Þorlákshafnar.

 Brottför verður frá Vestmannaeyjum kl. 09:00 og brottför verður frá Þorlákshöfn kl 12:15.

 Varðandi seinni ferð Herjólfs þriðjudags þá verður gefin út tilkynning um það í hádeginu í dag, segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert