Valdimar K.: Hagkvæmni sæstrengs

Valdimar K. Jónsson
Valdimar K. Jónsson

„Á nýloknum ársfundi Landsvirkjunar 2012 spurði ég um kostnað við lagningu sæstrengs til útflutnings á raforku til Bretlands. Fundarmenn voru hvattir til að stytta mál sitt í spurningum og gerði ég það eins og kostur var án þess að fara of mikið í forsendur.
Mig langar til að ítreka spurningar mínar,“ segir Valdimar K. Jónsson prófessor í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þá segir Valdimar m.a. í grein sinni: „Maður hefur velt því fyrir sér tíðni bilanna fyrir sæstrengi og litið til reynslu Norðmanna á sæstreng til Hollands, NorNed. Hann er 580 km langur og liggur mest á 410 metra dýpi. Þeirra bilunarsaga liggur fyrir og er talsvert meiri en gert var ráð fyrir í upphafi svo þeir eru farnir að tala um varasæstreng. Miklu alvarlegra væri ef IceScot-strengur bilaði á 1.000 metra dýpi. Mundi ekki í því tilfelli öll hagkvæmni rjúka út í veður og vind?“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert