Skrifað undir viljayfirlýsingu

Charles Hendry
Charles Hendry Reuters

Oddný G Harðardóttir iðnaðarráðherra og Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands undirrituðu í dag í Hellisheiðarvirkjun viljayfirlýsingu um aukið samstarf ríkjanna á sviði orkumála og er sérstök áhersla lögð á hagnýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.

Í viljayfirlýsingunni eru tilgreind sérstaklega fjögur svið sem ríkin leggja áherslu á, þ.e. miðlun þekkingar og samvinna varðandi beislun jarðhita og uppbyggingu hitaveitna í Bretlandi, möguleikinn á lagningu rafmagnsstrengs milli Íslands og Bretlands skal kannaður með jákvæðum augum, miðlun á þekkingu varðandi uppbyggingu á olíu- og gasiðnaði og vilji til að aðstoða þróunarlönd við að hagnýta endurnýjanlegar orkuauðlindir sínar með sérstakri áherslu á ríki í Austur-Afríku.

Oddný G. Harðardóttir, iðnaðarráðherra á Iðnþingi.
Oddný G. Harðardóttir, iðnaðarráðherra á Iðnþingi. Ljósmynd/Samtök iðnaðarins
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert