Jarðskjálfti upp á 3,7 stig

Kort af svæðinu
Kort af svæðinu Af vef Veðurstofu Íslands

Jarðskjálfti upp á 3,7 stig með upptök sín um 30 km suðaustur af Kolbeinsey reið yfir klukkan 11:11, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Fáir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Ekki er vitað til þess að skjálftinn hafi fundist en jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert