Annie Mist: Þetta er fáránlegt!

„Að sjálfsögðu fór ég í keppnina með það að markmiði að reyna að vinna aftur en þetta er fáránlegt,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, heimsmeistari í crossfit annað árið í röð, og brosir út að eyrum.

Áhorfendur fögnuðu Annie Mist gríðarlega er tilkynnt var að hún hefði unnið heimsleikana sem fram fóru í Los Angeles.

Í meðfylgjandi myndskeiði er farið yfir þátttöku Anniar á heimsleikunum þetta árið. Annie var ákveðin í að verja titilinn í ár en segist ekki vita hvað gerist á næsta ári. „Þetta er ótrúlegt, tilfinningalegur rússíbani,“ segir hún.

Eftir keppnina í gær ætlaði Annie að fara á Cheesecake Factory ásamt fjölskyldu og vinum og fagna sigrinum. Hún segir stuðning fólks hafa verið mjög mikilvægan og þakkar innilega fyrir kveðjur og stuðningsyfirlýsingar frá Íslandi. „Þetta fær mann til að vilja halda áfram.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka