Í regnbogalitum til að styðja Hinsegin daga

Flugfreyjur Iceland Express eru með regnbogaslæður til að sýna stuðning …
Flugfreyjur Iceland Express eru með regnbogaslæður til að sýna stuðning við Hinsegin daga í Reykjavík.

Flugfreyjur Iceland Express skarta nú regnbogaslæðum og flugþjónar regnbogabindum til að sýna stuðning við Hinsegin daga í Reykjavík. Þá er dagskrárriti hátíðarinnar dreift um borð í flugvélum félagsins.

Í tilkynningu frá Iceland Express segir að félagið sé stoltur bakhjarl Hinsegin daga en hátíðin hefst 7. ágúst og stendur til 12. ágúst. Farþegar taki þessu vel og sé dagskrárritið svo vinsælt að það hverfi jafnharðan, enda stendur farþegum til boða að taka það með sér að flugferð lokinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert