Formaður VG íhugi stöðu sína

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. mbl.is/Sigurgeir S.

„Í vetur lýstum við yfir vantrausti á forystu flokksins og ég sé ekki annað en að formaðurinn þurfi að fara að íhuga stöðu sína í ljósi þeirra atburða sem nú eiga sér stað.“

Þetta segir Gísli Árnason, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Skagafirði, og vísar til þeirrar umræðu sem nú er uppi um að endurskoða eigi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

„Þessir sömu aðilar sem nú eru að snúa við blaðinu eru nýbúnir að samþykkja aðlögunarstyrki að sambandinu [...] svo ég sé engar breytingar nema þessar yfirlýsingar,“ segir Gísli í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert