40 ár frá því klippunum var fyrst beitt

Togvíraklippur Landhelgisgæslunnar
Togvíraklippur Landhelgisgæslunnar Myndasafn Mbl.

Fjörutíu ár eru í dag liðin síðan hinum þekktu togvíraklippum var fyrst beitt en þær voru helsta vopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum árin 1972 og 1975.

Var þar á ferð varðskipið Ægir með Guðmund Kjærnested skipherra í brúnni, norður af Horni. Hófust þar með aðgerðir Landhelgisgæslunnar gegn ómerktum togurum sem voru að veiðum innan 50 sjómílna fiskveiðimarkanna.

Varðskipið veitti óþekkjanlegum togara aðvörun sem hann sinnti ekki heldur lék af plötu „Rule Britannia“ um hátalarakerfi skipsins. Var togarinn þá að veiðum 22 sjómílur fyrir innan 50 mílna mörkin.

Klippti Ægir þá á annan togvírinn í vörpu togarans en nærliggjandi togarar komu á vettvang. Meðan á þessum aðgerðum Ægis stóð reyndu togararnir án árangurs að koma flotkaðli í skrúfu varðskipsins. Köstuðu þá skipverjar togarans brunaexi yfir í varðskipið og fylgdu á eftir kolamolar og járnboltar, með ókvæðisorðum þeirra, samkvæmt frétt á vef Landhelgisgæslunnar.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert