Fangelsi byggt á norrænni hönnunarhefð

Eiríkur K. Þorbjörnsson frá Verkís, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Óskar Valdimarsson, …
Eiríkur K. Þorbjörnsson frá Verkís, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Óskar Valdimarsson, einn sendiherra Nordic Built, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður stýrihóps fangelsisbyggingarinnar, Þorvarður Björgvinsson frá Arkís, Einar Ragnarsson frá Mannviti og Gunnar Kristjánsson frá VSI - öryggishönnun og ráðgjöf. Ljósmynd/Innanríkisráðuneytið

Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður byggt á norrænni hönnunarhefð eins og hún gerist best. Þetta segir innanríkisráðherra sem undirritaði í dag Nordic Built-sáttmálann ásamt fulltrúum hönnunarteymisins sem vinnur að hönnun fangelsisins.

Nordic Built er samvinnuverkefni sem hvetur til þróunar samkeppnishæfra lausna í vistvænni mannvirkjagerð. Verkefnið miðar að því að Norðurlöndin nái markmiðum sínum um að vera leiðandi í nýsköpun, grænum hagvexti og velferð. Með þeirri hugmyndafræði er leitast við að auka lífsgæði, nýta sjálfbærni, staðbundnar auðlindir.

Norræna ráðherraráðið fjármagnar verkefnið ásamt Nordic Innovation, sem einnig er í forsvari fyrir framkvæmd þess í samvinnu við Norðurlöndin.

Nordic Built-verkefnið er eitt af sex svonefndum kyndilverkefnum sem stofnað var til í tengslum við mótun nýrrar stefnu um samvinnu í iðnaðar- og nýsköpunarmálum, með áherslu á grænan vöxt, sem norrænu viðskipta- og iðnaðarráðherrarnir samþykktu í október 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert