Krefst sjö og átta ára fangelsis

Börkur Birgisson í lögreglufylgd.
Börkur Birgisson í lögreglufylgd.

Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og átta öðrum karlmönnum vill að Annþór verði dæmdur í átta ára fangelsi og Börkur í sjö ára fangelsi. Hann fer fram á tveggja til þriggja og hálfs árs fangelsi yfir flestum öðrum í málinu.

Saksóknari sagði við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjaness í morgun að skýrslur sakborninga og vitna fyrir dómi væru afar ótrúverðugar. Því ætti að líta til þeirra skýrslna sem teknar voru hjá lögreglu.

Meðal þess sem saksóknari vísaði til var framburður lögreglumanns um að sakborningar og vitni hefðu leitað til lögreglu vegna hótana. „Það verður að hafa í huga að reynt hefur verið að hafa áhrif á framburð vitna,“ sagði saksóknari og rifjaði upp að ljóst væri að sakborningar og vitni væru hrædd um eigið líf. Einn sakborninga hefði sagt hjá lögreglu að hann væri að skrifa upp á eigin dauðarefsingu með því að skýra frá því sem gerðist. „Ég er hræddur um að þeir muni ganga frá mér,“ sagði sakborningurinn.

„Það eru allir mjög óttaslegnir við [Annþór og Börk], það hefur verið reynt að hafa áhrif á framburð og því verður að líta mun frekar til skýrslutöku hjá lögreglu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka