Vigdísi Finnbogadóttur veitt Blixen-verðlaunin

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. mbl.is/RAX

Frú Vigdísi Finnbogadóttur verða afhent Blixen-heiðursverðlaunin í dag. Þau eru veitt af Dönsku akademíunnni og hafa til þessa einungis fallið í skaut rithöfundum utan Danmerkur.

Verðlaunin eru kennd við danska rithöfundinn Karen Blixen og hafa verið veitt sex sinnum frá árinu 1984 þegar til þeirra var stofnað.

Að sögn Auðar Hauksdóttur, forstöðumanns Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, er ekki búið að tilgreina nánar hvers vegna Vigdís varð fyrir valinu. „Ég geri ráð fyrir að það sé fyrir framlag hennar til menningarmála og tungumálsins,“ segir Auður og bætir við: „Þetta eru afar virt verðlaun og mikill heiður.“

Stofnað var til Blixen-orðunnar árið 1884, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Blixen. Hana veitir akademían sem sérstaka viðurkenningu, einkum til erlendra rithöfunda.

Meðal þeirra sem hlotnast hefur þessi heiður eru Einar Már Guðmundsson og Thor Vilhjálmsson, sem fengu Blixen-verðlaunin í sameiningu árið 1999. Aðrir Blixen-verðlaunahafar eru Lars Roar Langslet árið 2006, Václav Havel 1987, William Heinesen 1985 og Astrid Lindgren 1985. Þau hafa ekki verið veitt frá árinu 2006.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert