Hætta að greiða af verðtryggðu láni

Fjölskyldan hefur ákveðið að hætta að greiða af fasteignaláni sem ...
Fjölskyldan hefur ákveðið að hætta að greiða af fasteignaláni sem þau tóku hjá Íbúðalánasjóði arið 2007. mbl.is/Golli

Fjögurra manna fjölskylda í Reykjanesbæ hefur sent forstjóra Íbúðalánasjóðs bréf þar sem hún tilkynnir að hún sé hætt að greiða af íbúðaláni. Lánið var upphaflega 23 milljónir, en er komið upp í 32 milljónir. Fjölskyldan metur íbúðina á 22 milljónir, en hún átti 10 milljónir þegar hún keypti árið 2007.

Hafa tapað allri eign sinni og meira til

Fjölskyldan sendi fjölmiðlum afrit af bréfi sem hún sendi til forstjóra Íbúðalánasjóðs, en í bréfinu segjast þau hafa tekið ákvörðun um að hætta að greiða af láninu.

„Við undirrituð eigendur og íbúar að (eign okkar) í Reykjanesbæ höfum tekið þá erfiðu ákvörðun fyrir okkar hönd og 4ra manna fjölskyldu okkar miðað við fyrirliggjandi aðstæður og gögn að gefast upp á að borga af verðtryggðum lánum vegna heimilis okkar og verður það þá að hafa sinn gang með uppboð það á heimili okkar sem búið er að boða til vegna þessara verðtryggðu og stökkbreyttu skulda okkar sem voru vel viðráðanlegar í upphafi fyrir okkur.

Þessa erfiðu ákvörðun tökum við eftir að hafa hugsað málið í lengri tíma en nú er svo komið að við sjáum ekki neinn tilgang með að borga af eigninni og með því inn í þá hít sem greiðslur á verðtryggðum lánum eignarinnar eru í raun fyrir okkur. Þar fyrir utan höfum við ekki efni á því að lifa mannsæmandi, hófsömu og eðlilegu lífi og getum ekki boðið börnunum okkar upp á  það sem við viljum bjóða þeim upp á sem er ekki ásættanlegt og ætti ekki að vera raunin á Íslandi árið 2012.

Hluti af þessari erfiðu ákvörðun er vegna þess að við sjáum enga framtíð í því að greiða í hítina og einnig að við sjáum engar lausnir í sjónmáli og erum í raun búinn að gefast upp á að stjórnvöld leysi þann vanda sem við okkur og allt of mörgum fjölskyldum blasir. Eignaverð á Suðurnesjunum hefur lækkað mikið frá því við keyptum húsið á 33 milljónir árið 2007 en við lögðum þá 10 milljónir fram við kaupin á eigninni ásamt því að húsið var ekki fullbúið þannig að við höfum greitt eftir kaupin um 6 milljónir sem fóru m.a. í að gera þakkant á húsið, klára baðherbergið, gera lóðina klára og setja upp góðan sólpall því við ætluðum að vera í þessu húsi þangað til við færum á elliheimili.

Einnig hafa komið í ljós gallar á eigninni sem verktakinn ætti að taka ábyrgð á en verktakafyrirtækið er farið á hausinn þannig að þangað er ekkert að sækja lengur og því mundum við sjálf þurfa að greiða fyrir þá vinnu sem því fylgir. Þessir gallar eru meðal annars að stærstum hluta hönnunargallar vegna glugga og þaks hússins og er áætlaður kostnaður vegna þessa galla að sögn smiðs um 5 milljónir varlega áætlað sem búið er að taka tillit til í því söluverði sem við setjum hér fram.

Húsið okkar er í dag sennilega um 22 milljón króna virði á góðum degi miðað við ástand fasteignamarkaðarins og þá galla sem á eigninni eru ef þá á annað borð tækist að selja með þessum göllum, áhvílandi verðtryggðar skuldir eru nú komnar upp í um 32 milljónir en við tókum um 23 milljón króna lán við kaupin. Nú er svo komið að við erum búin að tapa þeim 10 milljónum sem við lögðum í kaupin, einnig þeim 6 milljónum sem við lögðum í að klára húsið og svo skuldum við að auki um 10 milljónir umfram söluverðið ef og þó við gætum selt húsið.

Samtals er því tap okkar ef við reiknum dæmið til enda í dag miðað við að selja húsið okkar um 26 milljónir og ef við ákveðum að vera áfram í húsinu þá gerist ekkert annað en að við skuldum meira og meira því vísitölubinding verðtryggðu lánanna okkar gerir það að verkum að lánin okkar hækka í hverjum mánuði og er það ekki síst sú staðreynd sem fær okkur til að taka þessa erfiðu ákvörðun fyrir okkur og fjölskyldu okkar auk vantrúar á að nokkuð verði gert fyrir okkur eða aðra í sömu aðstöðu.

Ef svo færi að okkur yrði boðin einhver ásættanleg niðurstaða í mál þetta þá erum við til í að skoða það en þá bara á þeim forsendum að við hefðum einhverja von til þess að vera þannig sett með fjölskylduna að það væri einhver von um mannsæmandi framtíð. Þá framtíð teljum við okkur ekki vera með á meðan verðtryggð lán á eigninni okkar eru í því fjármálaumhverfi sem stjórnvöld og fjármálafyrirtæki bjóða okkur upp á með fyrirliggjandi hættu á óðaverðbólgu sem fer þá beint inn á hækkun á höfuðstól lána í gegnum verðtryggingu lánanna okkar.“

Hræðileg staða á Suðurnesjum

Vilhjálmur Bjarnason hjá Hagsmunasamtökum heimilanna hefur aðstoðað fjölskylduna í gegnum árin, en hann tekur fram að hann hafi ekki hvatt fjölskylduna til að hætta að greiða af láninu. Þá ákvörðun hafi þau tekið sjálf. Hann tekur fram að þetta sé þeim alls ekki auðveld ákvörðun.

„Það eru margir í þessari stöðu að verðmæti eignarinnar er komið undir lánsupphæðina,“ segir Vilhjálmur. Þau hafi til viðbótar lent í því að sitja uppi með galla á eigninni, auk þess sem staðan á Suðurnesjum sé mjög erfið.

Vilhjálmur segir vissulega rétt að það sé ekki endilega betri kostur fyrir þessa fjölskyldu að fara út á leigumarkaðinn. Í sumum tilvikum sé það betri kostur að halda áfram að borga af lánum í þessa hít en að fara út á leigumarkað og vera í þeirri óvissu sem því fylgir.

Vilhjálmur segir að fjölskyldan hafi á sínum tíma ákveðið að taka ekki gengislán. Þau hafi verið þakklát fyrir þá ákvörðun um tíma, en í dag sé ljóst að þau væru í miklu betri stöðu ef þau hefðu tekið slíkt lán frekar en verðtryggt lán.

„Þetta fólk er búið að vera lengi í óvissu með sína stöðu og óvissan fer illa með fólk,“ segir Vilhjálmur.

Eiginkonan er atvinnulaus en eiginmaðurinn er með góða vinnu. Vilhjálmur segir að fjölskyldan nái ekki að framfleyta sér í þessari stöðu. Hann segir að fasteignamarkaðurinn á Suðurnesjum sé hræðilegur. Mikið sé um tómar íbúðir. Það sé hins vegar engin lausn fyrir þessa fjölskyldu að selja. Hún sé búin að tapa öllu eiginfé og myndi sitja uppi með um 10 milljóna skuldir eftir söluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skemmdarverk unnin á minnisvarða NATO

20:50 Skemmdarverk hafa verið unnin á minnisvarða NATO við Hótel Sögu, en samkvæmt upplýsingum frá athugulum lesanda mbl.is hefur tjöru verið helt á skúlptúrinn og fiðri í kjölfarið. Einnig hefur rauðri málningu verið skvett á minnisvarðann og hvít klæði hengd á hann. Meira »

Einn með allar réttar í Lottó

20:22 Einn miðahafi var með all­ar töl­ur rétt­ar þegar dregið var út í Lottó í kvöld. Sá heppni hlýt­ur tæpar sjö millj­ón­ir í vinn­ing, en miðinn var keyptur á lotto.is. Meira »

Námsmanni gert að yfirgefa landið

19:40 Kanadamanninum Rajeev Ayer, nema í leiðsögunámi við Keili, hefur af hálfu Útlendingastofnunar verið gert að yfirgefa landið, en hann segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við stofnunina og að umsókn sín um dvalarleyfi hafi velkst um í stjórnsýslunni í nokkra mánuði. Meira »

Hrólfur næst í Hörpu

19:30 Síðasti vinnudagur Hrólfs Jónssonar hjá Reykjavíkurborg var í gær. Hann komst á starfslokaaldur samkvæmt 95 ára reglunni (35 ára starfsaldur + lífaldur) fyrir nokkru og ætlar að snúa sér að ráðgjöf og tónlist. Meira »

„Opni alls ekki póstana“

18:56 Tölvupóstar hafa nú síðdegis borist fólki í nafni Valitors þar sem greint er frá því að kreditkorti viðkomandi hafi verið lokað vegna „tæknilegra atvika“. Valitor segir póstana ekki koma frá fyrirtækinu og er fólk beðið um að smella alls ekki á hlekkinn. Meira »

950.000 kr. ágreiningur kostar 5 milljónir

18:30 „Ég efast um að við hér séum þau einu sem rýna ekki í hverja einustu línu á hverri blaðsíðu á 40 blaðsíðna og flóknum símareikningi sem kemur mánaðarlega. Ég efast um að við séum eina fyrirtækið eða fjölskyldan sem rukkað er um þjónustu sem ekki er veitt,“ segir framkvæmdastjóri Inter Medica. Meira »

Hagamelur væri bara byrjunin

17:23 Elías hjá Fisherman sér fyrir sér að opna fiskbúðir úti í heimi, nokkurs konar örframleiðslu þar sem útbúnir yrðu ferskir fiskbakkar og -réttir fyrir stórmarkaði í nágrenninu. Meira »

Blúsinn lifir góðu lífi

17:31 Blúshátíð í Reykjavík 2018 var sett í dag með Blúsdegi í miðborg Reykjavíkur. Blússamfélagið á Íslandi fylkti liði og gekk í skrúðgöngu niður Skólavörðustíg, en lúðrasveitin Svanur var með í för og lék glaðlegan jarðarfararblús frá New Orleans. Meira »

Sýndu bandarískum nemum samstöðu

16:24 Um hundrað manns tóku þátt í göngunni March for Our Lives Reykjavík, í miðborginni nú klukkan þrjú. Gangan er haldin til stuðnings málstað bandarískra ungmenna sem mótmæla frjálslyndri skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Hreyfingin March For Our Lives varð til í kjölfar skotárásarinnar í menntaskóla í Flórída í febrúar þar sem sautján féllu. Meira »

Spenntu upp hurð og brutust inn

15:58 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot í einbýlishús í Grafarvogi í gærkvöldi. Höfðu þjófarnir spennt upp hurð á húsinu, farið þar inn og stolið munum. Tilkynnt hefur verið um tvö önnur innbrot frá því í gærkvöldi. Meira »

Strandaglópur í Köben eftir handtöku

15:31 Jón Valur Smárason framkvæmdastjóri var handtekinn á Kastrup-flugvelli fyrr í mánuðinum vegna tilhæfulausrar ásökunar starfsmanns á vellinum. Varð það til þess að hann missti af flugi sínu með Wow Air til Íslands og varð að dvelja aukanótt í Kaupmannahöfn. Meira »

Skjól frá þrælkun og barnahjónaböndum

14:35 Hún hefur helgað sig hjálparstarfi undanfarinn áratug og segir verkefnið stundum yfirþyrmandi, en þá verði hún að rífa sig upp og einbeita sér að því sem hún þó getur gert. Meira »

„Við hræðumst ekki Rússa“

13:40 „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki einungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal annars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína.“ Meira »

Óbrotnir eftir fallið

12:37 Tveir menn sem lentu í vanda við Stóru-Ávík í Árneshreppi á níunda tímanum í morgun fóru fram á kletta í svonefndu Túnnesi rétt við bæinn. Annar mannanna fór of framarlega og féll fram af klettunum en stoppaði á klettasyllu um metra frá sjónum. Félagi mannsins reyndi að koma honum til staðar en féll einnig fram af syllunni. Meira »

Björt Ólafsdóttir má keyra trukka

11:51 Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar og Jóhann K Jóhannsson fóru yfir það sem stóð upp úr í fréttum vikunnar í Magasíninu á K100. Margt bar á góma í spjallinu, meðal annars hundakaffihús, sjúkrabíla, Facebook gagnasöfnun o.fl. Meira »

Verkefnastjórn um málefni LÍN skipuð

13:16 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Formaður stjórnarinnar er Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira »

Frumvarpið í raun dautt

11:56 Útlit er fyrir að kosningaaldur í komandi kosningum verði óbreyttur, 18 ár. Frumvarp um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti virðist fyrir málinu meðal þingmanna en ekki tókst að greiða atkvæði um málið í gær. Meira »

Það var hvergi betra að vera

11:30 „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Ukulele
...
Antik flott innskotsborð - innlögð plata
Er með flott antik innskotsborð innlagt með rósum á 48.000 kr. Sími 869-2798....
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...