Lánin álitin ólögleg

Maria Elvira Méndez Pinedo, dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands.
Maria Elvira Méndez Pinedo, dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það er álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að sé heildarkostnaður við lántöku ekki tilgreindur geti það brotið í bága við neytendalöggjöf sambandsins.

Er sú afstaða talin geta haft víðtækar afleiðingar fyrir verðtryggð lán á Íslandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Þetta álit kemur fram í svari Mariu Lissowska, sérfræðings innan framkvæmdastjórnarinnar, við fyrirspurn dr. Mariu Elviru Mendez-Pinedo, prófessors í Evrópurétti við Háskóla Íslands.

Telur Mendez-Pinedo að í þessu svari felist að Íslendingar standi frammi fyrir aðstæðum sambærilegum þeim sem koma fram í tveim málum fyrir Evrópudómstólnum. Hefði sú staða í för með sér að fella bæri niður allan kostnað af lánum sem ekki uppfylltu skilyrði reglnanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »