Lítum fram á veginn

Tómas Ingi Olrich
Tómas Ingi Olrich

„Helgi Magnússon framkvæmdastjóri skrifar snúðuga grein í Fréttablaðið 8. mars sl., í kjölfar landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Hann sakar þar yfirgnæfandi meirihluta flokkssystkina sinna um að hafa gengið í lið með einangrunarsinnum og fylgt þeim sem „tilheyra veröld sem var"“ segir Tómas Ingi Olrich, fv. alþingismaður og ráðherra, í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir Tómas Ingi að Helgi taki með þessum orðum að sér það erfiða hlutverk að hafa vit fyrir þorra landsfundarfulltrúa. Það hefur alltaf reynst jafnerfitt á landsfundi og milli funda.

Í grein sinni segir Tómas Ingi m.a.: „Tónninn sem Helgi Magnússon slær er ekki nýr. Ég gegndi forystu í utanríkismálanefnd Alþingis á árunum áður en allar gáttir erlendra lánardrottna opnuðust Íslendingum eftir 2002. Þá þurfti ég oft að bregðast við síendurteknum fullyrðingum þáverandi utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, að EES-samningurinn, sem hann átti í raun að standa vörð um, væri ónýtur.“

Lokaorð þingmannsins fyrrverandi: „Helgi Magnússon, útrásarvíkingar og pilsfaldakapítalistar munu aldrei stjórna Sjálfstæðisflokknum. Það sýndi nýafstaðinn landsfundur. Og nú geta sjálfstæðismenn einbeitt sér að verkinu framundan sem er ærið stórt.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert