Í hópi þeirra sem greiða mest

Norðurál á Grundartanga greiddi 1.534 milljónir í tekjuskatt í fyrra.
Norðurál á Grundartanga greiddi 1.534 milljónir í tekjuskatt í fyrra.

„Við erum á topp tíu listanum yfir skattgreiðendur á landinu bæði í fyrra og í hitteðfyrra. Fyrir ofan okkur eru bara bankar, ríkið sjálft og Reykjavíkurborg,“ sagði Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls á Grundartanga en því var haldið fram í Kastljósinu í kvöld að fyrirtækið greiddi lítinn sem engan tekjuskatt hér á landi.

„Við erum að borga hæstu skatta einkafyrirtækis hér á landi fyrir utan bankana bæði árin og Ísal er reyndar á þessum lista líka,“ sagði Ragnar og bætti við: „Það eru þessi fyrirtæki sem eru að borga hæstu gjöldin.“

„Stendur við allt sem því er ætlað“

„Þetta er bara ekki rétt og álverið á Grundartanga er fyrirtæki í ágætum rekstri með 50% eiginfjárhlutfall sem borgar alla sína skatta og skyldur og stendur við allt sem því er ætlað,“ sagði Ragnar um það sem fram kom í Kastljósi RÚV í kvöld.

Ragnar segir Norðurál hafa greitt í tekjuskatt einan og sér fyrir utan önnur opinber gjöld 1.534 milljónir í fyrra og 1.281 milljónir árið 2011. Auk þess séu önnur opinber gjöld eins og tryggingagjald auk fasteignagjalda og hafnargjalda. Norðurál mun hafa greitt 7% af öllum tekjuskatti lögaðila á Íslandi árið 2010 og 5% ári síðar.

Ekki greitt krónu í tekjuskatt í 10 ár

Ragnar Guðmundsson.
Ragnar Guðmundsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert