Fjárskortur ógnar varnarlínum fyrir fé

Varnargirðingar hindra útbreiðslu sjúkdóma í fé milli landshluta.
Varnargirðingar hindra útbreiðslu sjúkdóma í fé milli landshluta. mbl.is/Kristján

„Þetta er alvarlegt mál. Við getum ekkert lagt í að gera við girðingar eftir veturinn í vetur. Girðingar eru alltaf skemmdar eftir snjó, og í giljum finnast alltaf girðingar sem þarf að gera við. Þetta býður þeirri hættu heim að talsverður straumur af fé geti farið milli hólfa.“

Þetta segir Þorsteinn Ólafsson, sérgreinalæknir hjá Matvælastofnun, um lítið fjármagn til viðhalds varnargirðinga í ár. Matvælastofnun fékk 20,7 milljónir til viðhalds slíkra girðinga 2009, 15,1 milljón 2010 og 16,6 milljónir 2011. Fjárveitingin lækkaði í fyrra niður í 12 milljónir og nú ber svo við að stofnunin fær ekkert fé til viðhalds í ár.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þorsteinn stofnunina þurfa 30 milljónir til viðhaldsins í ár, ella takist ekki að halda í við uppsafnaða viðhaldsþörf frá síðustu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert