Nafn mannsins sem lést

Jón Þór Traustason.
Jón Þór Traustason.

Maðurinn sem lést í kajakslysi í Herdísarvík í gær hét Jón Þór Traustason, til heimilis að Fýlshólum 2 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. Jón Þór var 52 ára að aldri, fæddur 13. maí 1960.

 Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning frá vegfaranda kl. 15:03 í gær um að bátur væri á hvolfi í sjónum út af Herdísarvík og virtist sem maður ætti í vandræðum í sjónum við bátinn.  

Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn var þegar kölluð til ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og var bátur kominn að manninum um kl. 15:40. Þegar var hafin endurlífgun. Ræðarinn var síðan hífður upp í þyrluna og fluttur í land þar sem endurlífgun var haldið áfram en án árangurs.

Slysið er í rannsókn hjá Lögreglunni á Selfossi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka