Selja listaverk til að eiga fyrir mat

Tryggvi Páll á einu uppboða sinna hjá Gallerí Fold.
Tryggvi Páll á einu uppboða sinna hjá Gallerí Fold. Ómar Óskarsson

Ekkert lát er á því að fólk reyni að koma listmunum í verð til þess að eiga fyrir framfærslu, að sögn Tryggva Páls Friðrikssonar, listmunasala í Gallerí Fold. Hann segir að áður fyrr hafi fólk gjarnan selt listaverk til að losa fé til að kaupa aðra hluti. Nú fari peningarnir í nauðþurftir.

Mbl.is ræddi við Tryggva Pál um þessa þróun haustið 2011 og segir hann ástandið ekki hafa lagast síðan.

„Mér finnst þetta ekki hafa lagast neitt. Það er hins vegar ekki endalaust til af listaverkum sem er hægt að koma í hátt verð. Í rauninni hefur þetta ekkert breyst. Þetta er slæmt mál.

Áður fyrr var fólk frekar að selja listmuni til að fá hátt verð eða að það hafði áhuga á að eignast eitthvað annað. Það var meira um að fólk væri að selja verk til að kaupa eitthvað annað, til dæmis bíl.

Nú er fólk meira að selja verk til að eiga fyrir framfærslu. Það er í sjálfu sér rökrétt. Við urðum mjög snemma vör við það eftir efnahagshrunið að fólk kom með hluti hingað til að losa um peninga,“ segir Tryggvi Páll.

Hann segir mikið keypt af listaverkum á uppboðum í gegnum netið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert