Hvalaskoðunarbátar verði rafknúnir innan fárra ára

Norðursigling notar gamla íslenska eikarbáta sem áður þjónuðu sem fiskiskip …
Norðursigling notar gamla íslenska eikarbáta sem áður þjónuðu sem fiskiskip við starfsemi sína. Það fellur gestum vel í geð. mbl.is/Heimir Harðarson

Skrúfubúnaður hvalaskoðunarbáta Norðursiglingar á Húsavík verður notaður til að framleiða rafmagn inn á rafhlöður, samkvæmt áætlun um orkuskipti sem gerð hefur verið.

Rafmagn verður aðalorkugjafi bátanna en orkan á rafhlöðunum er drýgð með notkun segla ásamt sólar- og vindorku. Dísilvélar verða til vara til notkunar á lengri leiðum og stefnt er að nýtingu lífdísils sem eldsneytis.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblðinu í dag segir, að Norðursigling og samstarfsaðilar eru að kanna möguleika á að fá fjármagn til að hrinda áætluninni í framkvæmd. Áformað er að byrja á skonnortunni Opal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert