Beiti sér gegn uppboðum

Frá Hellu. Hreppsnefnd Rangárþings ytra samþykkti á fundi að leita …
Frá Hellu. Hreppsnefnd Rangárþings ytra samþykkti á fundi að leita álits hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. www.mats.is

Hreppsnefnd Rangárþings ytra hefur samþykkt að leita álits hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvort sveitarfélaginu sé heimilt að beita sér gegn því að fasteignir verði seldar á nauðungaruppboði á meðan réttaróvissa er um lögmæti verðtryggðra fasteignalána.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, efsti maður á Á-lista, lagði fram tillöguna sem fékk samhljóða samþykki í hreppsnefnd, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að í 78. grein stjórnarskrár sé tilgreint að sveitarfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Því vilji sveitarfélagið kanna hvort því sé heimilt að banna ríkisvaldinu að selja fasteignir á nauðungaruppboði að sinni.

„Ég veit ekki hvort við höfum heimild til að gera þetta. En við getum ekki bara horft upp á fólk missa heimili sín. Þú nærð heimili þínu ekki svo auðveldlega til baka þegar búið er að selja það bankanum. Vafi leikur á lögmæti lánanna og það eru dómsmál í réttarkerfinu. Ef það er einhver leið sem hægt er að fara til þess að fresta nauðungaruppboðum þá skiptir miklu máli að kanna alla möguleika til þess,“ segir Guðfinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert