Svartfuglar merktir með dægurritum

Svartfuglar á sundi.
Svartfuglar á sundi. mbl.is/Ómar

Stórt hundrað íslenskra svartfugla ferðast nú um höfin með dægurrita (geolocator) í farteskinu. Dægurritar eru lítil tæki sem skrá lengd dagsbirtu á hverjum degi.

Síðan þarf að endurheimta dægurritana til að lesa úr þeim upplýsingar sem gefa til kynna hvar fuglarnir hafa haldið sig frá því dægurritarnir voru settir á þá. Vonast er til að þessar rannsóknir gefi upplýsingar um farhætti og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla.

Náttúrustofa Norðausturlands stóð fyrir viðamiklum svartfuglamerkingum í sumar. Fjórar tegundir svartfugla voru merktar, álka, langvía, stuttnefja og lundi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðionu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert